vinnustaðajóga fyrir heilbrigt starfsfólk

Vinnustaðajóga

Eydís býður uppá VINNUSTAÐAJÓGA í samstarfi við VINNUSTAÐANUDD.
Vinnustaðajóga er töfralausn fyrir alla sem eiga erfitt með að finna tíma til að sinna sjálfum sér. Þeir sem hafa prófað eru sammála um að viðeigandi jógaæfingar á vinnutíma geta gert gæfumun fyrir heilsuna, því stress, kyrrseta og endurtekin hreyfing hefur sýnt sig að stuðla að allt að 80% þeirra sjúkdóma, sem hrjá okkur. Segjum kyrrsetunni stríð á hönd með Vinnustaðajóga.

Það er fagnaðarefni að fleiri og fleiri opna augun fyrir því hversu góð og jákvæð jógaiðkun er fyrir líf okkar í heild. Jóga er vinsælt vegna þess að það gefur árangur fyrir líkama og sál. Jógaiðkun tengist hvorki trú, líkamsbyggingu eða öðru. Alir geta stundað jóga og iðkandinn þarf hvorki að vera íþróttaálfur eða liðugur. Með jógaiðkunninni geta þeir eiginleikar töfrast fram.

Rannsóknir og tilraunir hafa sýnt fram á að starfsfólk verður heilbrigðara, ánægðara og afköst aukast ef vinnudagurinn er brotinn upp með hvíld og á jákvæðan hátt. Nokkrar mínútur með viðeigandi jógatímum í vinnunni getur gert gæfumuninn fyrir heilsuna. Að staldra við um stund, skapa hugrými, létta á spennu og efla súrefnisupptöku eftir langa kyrrsetu eða endurtekna hreyfingu.

Heilsan skiptir öllu máli, þegar hún fer, er erfitt að endurheimta hana. Öll þekkjum við áhrif streitu og vitum að það er auðvelt að brenna út í vinnuumhverfi samtímans. Jóga er fullkomin leið til að setja heilsuna í forgang og endurnærast.

Eins og minn maður David Lynch hefur talað um síðustu áratugi þá þurfum við ekki nema 20 mínútur til að jarðtengja okkur. Það hefur mikil áhrif á sköpunargáfuna, afköst og almenna vellíðan í daglegu lífi.

Hvernig fer þetta fram?

Vinnustaða jógatíminn
20 mín – Hefðbundið jóga en sumum jógastöðum haldið lengur eða um 1-2 mínútur (Yin) með það leiðarljós að næra djúpvefi líkamans, bein og liðamót auk æfinga sem hafa góð áhrif á blóðflæði og geð iðkenda.
20 mín – Hefðbundin jógatími með jógastöðum sem hafa góð áhrif á blóðflæði og súrefnisupptöku iðkenda.

Báðir tímarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir vinnustaði þar sem fólk situr við tölvur eða skrifborð, langan tíma í senn.
Hægt er að koma með sérstakar óskir – Bæði hvað varðar tímalengd eða sérstakar óskir varðandi uppsetningu s.s heilandi hugleiðslur, öndunaræfingar, einnig bíður Eydís upp á einkatíma í access bars heilun.

Verð
Vinnustaðajóga 1.x í viku á tíma sem hentar hverjum vinnustað.
Tíminn er 20 mínútur.
Verð fyrir stakan tíma er kr. 10.900 án vsk.

Tilboð
1x í viku í 1 mánuð
kr. 8900 án vsk. hver tími

Ef ofangreint hentar ekki er sjálfsagt að skoða sérstakar óskir, bæði varðandi tímalengd og/eða innihald jógatímanna svo sem áherslu á heilandi hugleiðslur og/eða orkugefandi öndunaræfingar.

Einkatímar
Ég bíð upp á einkatíma í vinnustaðajóga. Eftir hóptímann eða eftir óskum hvers og eins. Hefðbundnar æfingar, Nidra hugleiðsla (heilunarjóga) þar sem iðkandi liggur allan tímann eða Yiengar jóga þar sem ég nota hjálpartæki eins og belti, kubba og púða.

Ef þú vilt nánari upplýsingar um einkatíma, sendu þá póst á yoga@yogadis.is.

Þér gefst einnig kostur á einkatíma í Access bars heilun. Smelltu hér til að skoða nánar.

Hver og einn vinnustaður er einstakur og þegar við iðkum vinnustaðajóga kemur betur í ljós hvað hentar hverjum og einum eða heildinni á viðkomandi vinnustað. Því eru uppástungur, athugasemdir, miðar með ábendingum og góðum ráðum eftir tímanna alltaf teknar fegins hendi.
Stundum viljum við orkugefandi æfingar og stundum viljum við slakandi æfingar, við erum misjafnlega upplögð. Hlustum á innsæið og fáum sem mest út úr hverjum tíma.

Namaste
Eydís Eir
Fyrirspurnir á yoga@yogadis.is
+354 787 6636