yogadis.is - seperator

UM Eydísi Eir Brynju-Björnsdóttir

Leið mín til lífsins

My way to live

Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir

Eydís Eir er jógakennari auk þess er hún handritshöfundur/leikstjóri (tilnefnd til Eddunnar 2019 fyrir bestu stuttmyndina – Islandia sem er byggð á hennar eigin reynslu).

Eydís Eir hefur stundað jóga síðan 2004. Hún hefur stundað Hatha/Ashtanga/Vinyasa, Hot yoga, Nidra (djúpslökunar/heilunar jóga) Yiengar, Yin/endurnærandi og hláturjóga. Hún er með jógakennsluréttindi í Hatha og Ashtanga jóga frá elsta skólanum í Rishikesh í Indlandi sem er við rætur Himalayja fjalla (þaðan sem jóga er upprunalega) ásamt því að vera með kennsluréttindi í Yin jóga viðurkennt af Yoga Alliance. Eydís hefur einnig nýlokið kennsluréttindum í Access Counciousness sem er heilunaraðferð út frá 32. punktum á höfðinu.

“Ég hef alltaf leitað í jóga sama hvað er að gerast í mínu lífi. Á bestu tímum lífs míns og á þeim erfiðustu. Ég hef farið í jóga tognuð, slösuð með áfallastreitu, í þunglyndi með kvíða. Ég hef leyft mér að gráta, losa um, vera löt, stirð og aum. Alltaf hefur jógað tekið mér eins og ég er, þar sem ég er.

Á heilunar ferðalaginu átti ég undursamlega upprisu og jógað átti stóran þátt í því. Þegar mér fannst ég vera tilbúin, ákvað ég að afla mér réttinda til að kenna jóga. Ég hef sjaldan verið í eins miklu jafnvægi og ég er í dag og vil gjarna gefa þá tillfinningu áfram.

Jóga snýst ekki um að vera liðugur, lipur eða að vera í stórkostlegu formi. Jóga snýst um að að taka sjálfum sér (öðrum og lífinu öllu) eins og maður er, án þess að dæma. Um leið og við hættum að berjast við það sem er, þá hættum við að þjást. Það hefur verið mín mantra í gegnum tíðina.

Fyrir mér snýst jóga um að vera besta útgáfan af sjálfri mér, treysta, trúa og sleppa tökunum. Ekki leyfa þessari innri rödd sem talar niður til mín að brjóta mig niður. Röddin sem takmarkar mig. Jóga snýst um sjálfsrækt og sjálfsást sem endurkastast í tilveruna og til annarra. Jóga fyrir mér er að vera meðvituð um þessar dómhörðu, sáru raddir innra með mér sem tala mig niður og brjóta gegn mér og eru langt frá sannleikanum (en geta tekið á, þegar þær eru hvað háværastar). Egóið og hræðslan sem fylgir, svíkur mig í að leyfa mér að vera eins og ég er – og njóta lífsins. Jóga snýst um að sinna heilsunni án þess að ætlast til of mikils eða ýta of mikið á. Suma daga snýst jóga um að hægja á mér svo ég styrkist. Aðra snýst það um að ögra mér, svitna, hugleiða, anda og skapa – eða blöndu af þessu öllu saman. Jóga snýst í stuttu máli um sameiningu á þeim flóknu þáttum sem gera mig að þeirri manneskju sem ég er. Jóga hefur gefið mér dýpt, ögrað mér en verið í senn það náttúrulegasta sem ég hef gert og ég á enn eftir margt ólært á þessu jógaferðalagi mínu. Komdu með!”

Namaste

yogadis.is - seperator

About Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir


Eydís Eir is a yoga teacher and a writer/director (nominated for the Icelandic academy awards Eddan in 2019 for the best short film – Islandia based on her own experience). 

She has practiced yoga since 2004. Eydís Dyr has studied Hatha/Ashtanga/Vinyasa, Hot Yoga, Nidra, Yiengar and Yin/Restorative yoga. She took YTT200 in Hatha and Ashtanga yoga in Rishikesh’s oldest yoga school by the foothills of the Himalayan Mountains (the origin of yoga) and holds a teaching license in Yin Yoga. Eydís has also just completed a teaching license in Access Counciousness, which is a healing method based on 32 points on the head.

“Iv’e always practiced yoga, no matter what was happening in my life. During my best and worst times. Yoga was my save spot.
I went to a class sprained, injured, traumatized, depressed and with anxiety. I have allowed myself to cry, let go, be lazy, stiff and miserable. Yoga has always taken me as I am, where I am. Without judgement.

During my healing journey I’ve experienced a marvelous resurrection and yoga was a major part of it. When I felt ready, I decided to travel to India and take my yoga teachers’ license. I have rarely been as balanced as I am today which means that I would love to give forward the feeling.

Yoga is not about being, bendy, flexible or having a slender body. Yoga is about taking oneself (others and life itself) as you are, without judgement. As soon as we stop fighting what is, we stop our suffering. That has been my mantra for some time now, and it helps me everyday.

Yoga for me is about being the best version of myself, trusting that everything is for my evolution and letting go of control. Don’t allow the inner voice which whispers in your ear, telling you that you’re too old, too stiff or not this or tha -t to take over. The voice that limits me. Yoga is about self acceptance and self compassion which is reflected in existence and to others. Yoga for me is to be aware of these judgmental, hurtful voices within me which talk me down, hurt me and are far away from the truth. The ego and the fear which accompanies them cheat me and rob me of being the best of me and enjoying every moment.

Yoga is about caring for my health without expecting too much or pushing me too much. Some days, yoga is about how to slow down to get stronger. Other days it is about challenging myself, sweating, meditating, breathing and creating – or a mix of everything. In short yoga for me is about combining the complexities that make me the person I am. Yoga has given me depth, challenged me, but at the same time being the most natural thing I’ve done and I will continue learning during my yoga journey! I invite you to come with me.”

Namaste

Jóga dekurhelgi
YOGA RETREAT IN ICELAND

3. daga jóga dekurhelgi daganna 14-16.júní í Birkihofi.
3 days yoga retreat in Iceland, June 14th-16th at Birkihof.