skapandi krakkar, slökun í jóga og sköpun með tjáningu, leik og list. yogadis.is

Skapandi krakkar

Einstakt og skapandi sumarnámskeið fyrir krakka

Námskeiðið er vikulangt, sumarnámskeið, þrjá tíma í senn. Námskeiðið er skemmtileg blanda af leiklist, tónlist og jóga þar sem krakkar ná að auðga sköpunarkraftinn í gegnum tjáningu og sköpun.

Farið er í gegnum grunnatriði leiktjáningar, tónlistarsköpunar og kvikmyndagerðar ásamt því að barnið finnur jafnvægi í jóganu.

Hugmyndir barnanna finna sinn farveg og þannig byggjum við upp sjálfstraust þeirra, og hæfileika til að koma fram á skapandi hátt.

Sumarnámskeið skapandi krakkar er fyrir börn á aldrinum 6-8 ára og 8-10 ára.

Námskeiðið er haldið í fallegum sal á Eiðistorginu, Seltjarnarnesi – (gamla balletskólanum)

Kennarar námskeiðsins 

Arndís (Dísa) Hreiðarsdóttir tónskáld, tónlistarkona og kennari. Hún hefur unnið við tónlist í mörg ár, bæði sem hljóðfæraleikari, söngkona og tónskáld. Hún vinnur sem sérkennari á leikskólanum Hagaborg, ásamt því að kenna á píanó og trommur. Dísa hefur verið leiðbeinandi á námskeiðum hjá Stelpur Rokka í 5 ár en námskeiðið hefur stækkað ört með hverju árinu sem líður. Dísa lauk Childplay krakkajógakennaranámi nú í vetur og hefur notað það mikið í starfi sínu sem kennari.
 

Kennarar sumarnámskeiðsins

 
Guðrún Bjarnadóttir er menntuð leikkona frá Stellar Adler leiklistarskólanum í New York. Hún hefur reynslu á sviði og verið í fjölda kvikmynda, auglýsinga og tónlistar myndböndum í gegnum tíðina. Hún vinnur meðal annars í leikhópnnum RaTaTam sem hefur sett upp leikverkerkin SUSS og AHH.
 

 
 
Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir er menntuð jógakennari frá Indlandi og hefur lagt á áherslu á Hatha, Vinaysa, Yiengar og Yin Yoga ásamt því að vera handritshöfundur og leikstjóri. Hún var tilnefnd til Eddunnar nú í ár fyrir bestu stuttmynd og hefur m.a kennt grunnskólabörnum handritsgerð.
 

 
SKRÁNING

Sendu póst til yoga@yogadis.is  – eða hringdu núna í síma 7876 636.

Sjá nánar hér: www.facebook.com/skapandikrakkar og á heimasíðu námskeiðsins hér