jóga dekurhelgi, yogadis.is, yoga retreat, Iceland

Jóga dekurhelgi, íslensk náttúruperla!

Komdu í þriggja daga jóga dekurhelgi daganna 14.-16.júní í Birkihofi, nálægt Laugarvatni.

Birkihof (falin dásemd í landi Syðri Reykja skammt frá Laugarvatni) er hlýlegt og fallegt, íslenskt gistihús með sundlaug og gufubaði. Svæðið er umvafið fallegri náttúru þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri og notið umhverfis og aðstöðu í gefandi umhverfi en á staðnum er sundlaug, sána, flotbúnaður og heitur pottur.

Yfir helgina bjóðum við upp á ólíka, flæðandi jógatíma með undursamlegu jafnvægi á milli endurnærandi (restorative) jóga, heilandi jóga með djúpslökun (Jóga Nidra), orkumiklu jógaflæði (Hatha Jóga) og listmeðferðarjóga sem er afar einstakt og frelsandi fyrir huga og sál. (Við fæðumst öll listamenn) 🙂

Við leiðum ykkur í ferðalag sem tengir okkur við undirmeðvitundina með sköpun, dans og cacao hugleiðslu.

Dagskráin eru auðvitað valfrjáls. Öllum er frjálst að nota sinn tíma eins og þeir kjósa, vera eins og þeir vilja, hvílast og njóta, fara í sólbað (ef sólin lætur sjá sig). Taka göngutúra, sofa út og lesa.

Við bjóðum upp á fjölbreytta, næringarríka, hreina fæðu, Access (Bars) Consciousness kynningu/ tíma, (32. heilandi punktar á höfði), samflot í sundlaug með flotkennara, nudd og einstaka jógatíma sem dýpkar tenginguna við þig, markmið þín og skilur þig eftir endurnærða/n í huga, sál og líkama.

Dagskrá. Með fyrirvara um breytingar til hins betra 🙂

Dagur 1: Mætum og tengjumst

 • 07-11:30 Mætt og komið sér fyrir. Skoðum okkur um, fáum okkur himneskt te og setjum okkur markmið fyrir helgina.
 • 12:00 Léttur opnunar hádegisverður/kynning/ Opnunarathöfn.
 • 14:30 Möntru – Hugleiðsla.
 • 15:00 Skapandi Jógaflæði – Opnun á skapandi orku sem býr innra með okkur.
 • 17:00 Hreinsandi/orkugefandi te tími og slökun.
 • 17:30 Jógaflæði Yin + Yang
 • 19:00 Kvöldverður
 • 20:30 Heitur pottur/ sána/ sund.
 • 22:00 Kvöld hugleiðsla
 •  

Dagur 2: Skapandi jarðtenging

 • 08:00 Morgun hugleiðsla.
 • 08:30 Jógaflæði
 • 10:00 Morgunverður
 • 11:00 Access consciousness Kynning/æfing
 • 12:30 Hádegisverður
 • 14:00 Frjáls tími – Te, sund, sköpun, slökun, sauna, opin access bars tími, göngutúr í náttúrunni/Fjallganga.
 • 17:00 Yin+Yang Jóga flæði
 • 19:30 Kvöldverður
 • 21:00 Cacao – ceremony / Kvöldhugleiðsla
 •  

Day 3: Uppskeran

 • 08:00 Morgunhugleiðsla – Orkustöðvarnar
 • 09:00 Hatha Jógaflæði
 • 10:30 Morgunverður
 • 11:30 Samflot í sundlaug með flotkennara og nuddari verður á staðnum.
 • 13:00 Hádegisverður/orkugefandi te og slökun.
 • 15:00 Létt listrænt jógaflæði – Uppskeran
 • 16:30 Hugleiðsla
 • 17:00 Kveðju athöfn.
 • 18:-20:00 Heimför.
 •  

UM OKKUR

EYDÍS EIR BRYNJU- BJÖRNSDÓTTIR

Eydís Eir er jógakennari auk þess er hún handritshöfundur/leikstjóri (tilnefnd til Eddunnar 2019 fyrir bestu stuttmyndina – Islandia sem er byggð á hennar eigin reynslu).

Eydís Eir hefur stundað jóga síðan 2004. Hún hefur stundað Hatha/Ashtanga/Vinyasa, Hot yoga, Nidra (djúpslökunar/heilunar jóga) Yiengar, Yin/endurnærandi og hláturjóga. Hún er með jógakennsluréttindi í Hatha og Ashtanga jóga frá elsta skólanum í Rishikesh í Indlandi sem er við rætur Himalayja fjalla (þaðan sem jóga er upprunalega) ásamt því að vera með kennsluréttindi í Yin jóga viðurkennt af Yoga Alliance. Eydís hefur einnig nýlokið kennsluréttindum í Access Counciousness sem er heilunaraðferð út frá 32. punktum á höfðinu.

“Ég hef alltaf leitað í jóga sama hvað er að gerast í mínu lífi. Á bestu tímum lífs míns og á þeim erfiðustu. Ég hef farið í jóga tognuð, slösuð með áfallastreitu, í þunglyndi með kvíða. Ég hef leyft mér að gráta, losa um, vera löt, stirð og aum. Alltaf hefur jógað tekið mér eins og ég er, þar sem ég er.

Á heilunar ferðalaginu átti ég undursamlega upprisu og jógað átti stóran þátt í því. Þegar mér fannst ég vera tilbúin, ákvað ég að afla mér réttinda til að kenna jóga. Ég hef sjaldan verið í eins miklu jafnvægi og ég er í dag og vil gjarna gefa þá tillfinningu áfram, þess vegna vil ég fara út fyrir þægindarammann og bjóða uppá jóga dekurhelgi, umkringd náttúru og góðu fólki, þar sem ég get gefið af mér og kennt það sem ég hef lært.

Jóga snýst ekki um að vera liðugur, lipur eða að vera í stórkostlegu formi. Jóga snýst um að að taka sjálfum sér (öðrum og lífinu öllu) eins og maður er, án þess að dæma. Um leið og við hættum að berjast við það sem er, þá hættum við að þjást. Það hefur verið mín mantra í gegnum tíðina.

Fyrir mér snýst jóga um að vera besta útgáfan af sjálfri mér, treysta, trúa og sleppa tökunum. Ekki leyfa þessari innri rödd sem talar niður til mín að brjóta mig niður. Röddin sem takmarkar mig. Jóga snýst um sjálfsrækt og sjálfsást sem endurkastast í tilveruna og til annarra. Jóga fyrir mér er að vera meðvituð um þessar dómhörðu, sáru raddir innra með mér sem tala mig niður og brjóta gegn mér og eru langt frá sannleikanum (en geta tekið á, þegar þær eru hvað háværastar). Egóið og hræðslan sem fylgir, svíkur mig í að leyfa mér að vera eins og ég er – og njóta lífsins. Jóga snýst um að sinna heilsunni án þess að ætlast til of mikils eða ýta of mikið á. Suma daga snýst jóga um að hægja á mér svo ég styrkist. Aðra snýst það um að ögra mér, svitna, hugleiða, anda og skapa – eða blöndu af þessu öllu saman. Jóga snýst í stuttu máli um sameiningu á þeim flóknu þáttum sem gera mig að þeirri manneskju sem ég er. Jóga hefur gefið mér dýpt, ögrað mér en verið í senn það náttúrulegasta sem ég hef gert og ég á enn eftir margt ólært á þessu jógaferðalagi mínu. Komdu með!”

Namaste

Ég hef fengið nokkrar einstakar, frábærar konur með mér í þetta ferðalag.

Sonja Berglind Hauksdóttir er listakona, listmeðferðarþjálfari, Jógakennari og heilari.

Hún hefur lokið samtals 440 stunda jógakennaranámi viðurkenndu af Yoga Alliance bæði frá Yogavin Íslandi og í Samma Karuna Thailandi árið 2015 & 2018.

Einnig hefur hún lokið 2 stigum í Reikiheilun og öðlast réttindi til að halda námskeið í Listmeðferðarþjálfun frá Transformation Academy. Auk fjölda annara kúrsa í gegnum tíðina þar á meðal tjáningu í gegnum lífsleikni og dans, möntruhugleiðslur svo eitthvað sé nefnt.

Hún mun flétta saman sinni þekkingu í listrænni tjáningu og listsköpun þar sem við opnum fyrir ákveðið flæði inn í að kveikja nýjan neista innra með okkur og koma auga á hvernig við getum tengst súper meðvitundinni betur í okkar daglega lífi þar sem bæði litir, hreyfing, heilun & hugleiðsla tvinnast saman.

Dísa Hreiðarsdóttir er tónlistarkona og kennari.

Hún hefur unnið við tónlist í mörg ár, bæði sem hljóðfæraleikari, söngkona og tónskáld. Hún vinnur sem sérkennari á leikskólanum Hagaborg, ásamt því að kenna á píanó og trommur. Dísa hefur verið leiðbeinandi á námskeiðum hjá Stelpur Rokka í 5 ár. Dísa lauk Childplay krakkajógakennaranámi nú í vetur og hefur notað það mikið í starfi sínu sem kennari.

Dísa hefur stundað Kundalini jóga í mörg ár og mun hún leiða tónliztar, möntruhugleiðslur ásamt því að spila á  hljóðfæri sem mun aðstoða okkur að tengjast í djúpmeðvitund.

Það eru fleiri sem verða okkur til halds og traust yfir helgina

Kokkur sem sérhæfir sig í fjölbreyttri, hreinni og bragðgóðri fæðu, flotleiðari, nuddari svo einhvað sé nefnt.

Gisting, matur og öll dagskrá er innifalin í verði.

SKRÁNING

Sendu póst til yoga@yogadis.is  – eða hringdu núna í síma 7876 636

ATH. Takmarkaður fjöldi! Fyrstir koma, fyrstir fá!

 • 1-2ja manna herbergi (með tvíbreiðu rúmi) – 79.900 kr.
 • 3ja manna herbergi (3 deila herbergi) –  59.900 kr
 • 2ja manna herbergi (2 deila herbergi) – 69.900 kr
 • Staðfestingargjald greiðist við pöntun – 29.900 kr
 • Hægt er að skipta niður greiðslum.

BÓKAÐU FYRIR 15. MAÍ OG FÁÐU 10% AFSLÁTT

Með fyrirvara um breytingar á dagskrá (auðvitað til hins betra) /og að lágmarksfjöldi náist.

HEIMILISFANG NÁMSKEIÐS

Syðri-Reykir, Eyrarbraut 11, 801 Laugarvatn. Ca 45-60 mín. akstur frá Reykjavík. Sjá nánar á kortinu.