
NÁMSKEIÐ Á NÆSTUNNI
NEXT COURSES

Access Bars
„Access Bars“ er blíð orkumeðferð sem slakar á huganum og gefur móttakanda möguleika á að lyfta meðvitund yfir á hærra plan. Access Bars eru 32 punktar á höfðinu sem geyma orku og eru þeir allir tengdir mismunandi þáttum í lífinu.

Vinnustaðajóga
Eydís býður uppá VINNUSTAÐAJÓGA í samstarfi við VINNUSTAÐANUDD.
Vinnustaðajóga er töfralausn fyrir alla sem eiga erfitt með að finna tíma til að sinna sjálfum sér. Þeir sem hafa prófað eru sammála um að viðeigandi jógaæfingar á vinnutíma geta gert gæfumun fyrir heilsuna, því stress, kyrrseta og endurtekin hreyfing hefur sýnt sig að stuðla að allt að 80% þeirra sjúkdóma, sem hrjá okkur. Segjum kyrrsetunni stríð á hönd með Vinnustaðajóga.

Jóga dekurhelgi, íslensk náttúruperla!
Komdu í þriggja daga jóga dekurhelgi daganna 14.-16.júní í Birkihofi, nálægt Laugarvatni.
Birkihof (falin dásemd í landi Syðri Reykja skammt frá Laugarvatni) er hlýlegt og fallegt, íslenskt gistihús með sundlaug og gufubaði. Svæðið er umvafið fallegri náttúru þar sem þú getur slitið þig frá hinu daglega amstri og notið umhverfis og aðstöðu í gefandi umhverfi en á staðnum er sundlaug, sána, flotbúnaður og heitur pottur.

Yoga retreat in Iceland
Come and enjoy yoga retreat in Iceland for a 3 day weekend from June 14th to 16th in Birkihof. Three day yoga retreat in a place named The Sacred Seed or Birkihof. Birkihof is a heavenly place, a gem hidden in the nature in Southern

Skapandi krakkar
Einstakt og skapandi sumarnámskeið fyrir krakka Námskeiðið er vikulangt, sumarnámskeið, þrjá tíma í senn. Námskeiðið er skemmtileg blanda af leiklist, tónlist og jóga þar sem krakkar ná að auðga sköpunarkraftinn í gegnum tjáningu og sköpun. Farið er í gegnum grunnatriði leiktjáningar, tónlistarsköpunar og kvikmyndagerðar ásamt
Af hverju jóga?
Jóga er aldagamalt og býður upp á tækni sem stuðlar að innri frið (mindfullnes/hugræn atferlismeðferð), samhljómun líkama og sálar, skýrari hugsun og aukinni líkamsvitund.
Jóga á fullt erindi til allra, á öllum aldri, í streitusamfélagi nútímans.
Jóga vinnur á hraðanum og því sífellda áreiti sem við lifum við og gefur okkur færi á að finna okkur sjálf og auka innri gleði. Jóga minnkar stress, er gott gegn þunglyndi og kvíða.
Jóga er gott fyrir þig og þína!